Rúnar Kristinsson þjálfari KR er einn flottasti fótboltamaður sem Ísland hefur átt, hann er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Hann átti flottan feril sem leikmaður og hefur upplifað allt sem þjálfari. Rúnar fór á reynslu til Liverpool sem ungur drengur og þar gekk á ýmsu.